Advania hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Svíþjóð, að því er fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins . Markmið um fjármögnun, sem voru ástæða skráningarinnar, náðust með hlutafjáraukningu.

Fyrirtækið hyggst stækka verulega, að lágmarki tvöfaldast að stærð á næstu árum, til að geta keppt betur á norðurlöndunum, en ekki var horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins vegna smæðar hans.

Í gær var sagt frá því að Advania hafi keypt hugbúnaðarfyrirtækið Wise, en Advania horfir nú til kaupa á fleiri tæknifyrirtækjum á norðurlöndunum.