*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 25. júlí 2012 10:18

Advania og Hátækni gera með sér samkomulag

Hátækni mun nú selja Dell tölvur og Dell Inspiron 5423 er meðal fyrstu tölva sem verða í boði.

Ritstjórn
vb.is

Advania og Hátækni hafa samið um sölu á Dell fartölvum í verslunum Hátækni. Advania er umboðsaðili Dell á Íslandi en Hátækni vill leggja áherslu á vandaðar fartölvur sem henta þörfum kröfurharðra einstaklinga eins og segir í tilkynningu.

„Okkur telst til að það séu um hundrað þúsund Dell tölvur í notkun hér á landi og við hyggjum á áframhaldandi sókn á þessum markaði. Því er okkur sönn ánægja að vinna með Hátækni. Hjá þeim er mikil sérfræðiþekking á tækni og tölvubúnaði og viðskiptavinum þeirra er veitt framúrskarandi þjónusta. Það samræmist svo sannarlega stefnu okkar og áherslum,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.