Sameiningu Advania og Tölvumiðlunar er nú formlega lokið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum í dag.

Vinnustöðvar þeirra sem áður störfuðu hjá Tölvumiðlun voru fluttar í höfuðstöðvar Advania í Guðrúnartúni í janúar á þessu ári. Þar með lauk sameiningarferli sem hófst árið 2015, þegar eigendur fyrirtækjanna tveggja hófu viðræður um kaup Advania á Tölvumiðlun.

Með samruna Advania og Tölvumiðlunar vonast fyrirtækin til að tækifæri skapist til að byggja ofan á launa- og mannauðskerfið H3 sem hefur um árabil verið flaggskip Tölvumiðlunar.