*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 5. maí 2014 17:15

Advania reisir nýtt gagnaver í Reykjanesbæ

Um 230 milljónir viðskiptavina Opera Software fara í gegnum búnað fyrirtækisins hjá Advania í Hafnarfirði.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Advania undirbýr byggingu 2.500 fermetra gagnavers á Fitjum í Reykjanesbæ. Þetta verður annað gagnaver fyrirtækisins en það rekur nú þegar gagnaverið Thor í Hafnarfirði sem fór í gang árið 2011. Mikil eftirspurn eftir þjónustu Advania og aukin umsvif skýra að ráðast þarf í byggingu nýja gagnaversins. Rekstur Thor verður óbreyttur. Að óbreyttu er stefnt að því að taka nýja gagnaverið í notkun á þessu ári. 

Haft er eftir Gesti G. Gestssyn, forstjóra Advania, í tilkynningu að með nýja gagnaverinu aukist möguleikar á að hagnýta tölvuský en þar má ýsa gögn, hugbúnað og tölvuumhverfi. 

Um 80 alþjóðlegir aðilar nýta sér þjónustu gagnavers Advania í dag. Stærsti einstaki viðskiptavinurinn er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software en um 230 milljón viðskiptavina fyrirtækisins fara í gegnum búnað fyrirtækisins sem hýstur er í gagnaveri Advania.

Stikkorð: Advania Opera Software