*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 10. október 2018 18:10

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu. Advania var hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa á verkinu.

Ritstjórn
Varðskipið Þór.
Aðsend mynd

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu. Nýja kerfið á að sameina sjálfa skipaskrána sem heldur utanum upplýsingar um stærð og staðsetningar skipa, og lögskráningu sjómanna á skipum með upplýsingum um hvern skipverja.

Nýja skipaskráin hefur fengið nafnið Skútan og er áætlað að hún verði komin í gagnið í ágúst 2019. Hún á að sameina tvo mikilvæga leitar- og skráningagagnagrunna sem notaðir eru af starfsmönnum Samgöngustofu. Með því að sameina gagnagrunnanna í einn næst hagræðing sem einfaldar vinnubrögð og sparar tíma. Advania var hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa á verkinu.

Stikkorð: Advania
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim