*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Fólk 12. júní 2011 18:01

Ægir nýr mannauðsstjóri hjá Skýrr

Ægir Már Þórisson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr.

Ritstjórn
Ægir Már Þórisson
Haraldur Jónasson

Ægir Már Þórisson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr. Ægir Már kemur til Skýrr frá Capacent þar sem hann hefur starfað frá árinu 2001 sem ráðgjafi, mannauðsstjóri árin 2005- 2009 og framkvæmdastjóri  ráðgjafar undanfarin tvö ár.

Ægir Már er með B.A. í sálfræði og Cand. Psych í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Áhersla hans í ráðgjöf hjá Capacent snerist einkum um málefni sem tengjast mannauðsmálum, svo sem frammistöðumat, starfsmannaval og fyrirtækjamenningu.