*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 10. ágúst 2012 18:45

Ætla að ljúka nauðasamningum fyrir áramót

Steinunn Guðbjartsdóttir segir vinnu við frumvarp um nauðasamninga Glitnis í gangi og að unnið sé að skjalagerð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Enn er stefnt að því að klára vinnu við gerð nauðasamninga Glitnis fyrir áramót, að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis.

„Núna er unnið að skjalagerð og við stefnum að því að leggja frumvarp að nauðasamningum fyrir kröfuhafafund fyrir áramót.“

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins miðar vinnu við gerð nauðasamninga Kaupþings sömuleiðis ágætlega og er stefnt að því að ljúka þeim fyrir áramót.