Íslenska sprotafyrirtækið Sölva Chocolate ehf. hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Fyrirtækið vann nýlega frumkvöðlakeppni á vegum Junior Achievement á Íslandi og stefnir nú á alþjóðlega frumkvöðlakeppni sem fer fram í Sviss í lok júlí. Fyrirtækið framleiðir hágæða gjafasúkkulaði og ætlar að skapa sér samkeppnisforskot með eftirtektarverðri hönnun.

Fimm ungir frumkvöðlar stofnuðu fyrirtækið, en það eru þau Lára Borg Lárusdóttir, Sveinn Ólafur Lúðvíksson, Áshildur Friðriksdóttir, Jórunn María Þorsteinsdóttir og Unnur Svala Vilhjálmsdóttir. Þau mynda yngsta teymið í hrað¬ linum, en þau útskrifuðust öll úr Verzlunarskóla Íslands í vor. Þetta er annað fyrirtækið úr fyrirtækjasmiðju Verzlunarskólans sem tekur þátt í Startup Reykjavík.

Mánasúkkulaði

Fyrsta vara Sölva Chocolate gekk undir nafninu Moon Chocolate. Varan var framleidd í samvinnu við Omnom og seldist upp á fyrsta mánuði. Frumkvöðlarnir hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni vörunnar í Sölva Chocolate til þess að höfða til sérhæfðari markhóps.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .