Fasteignafélagið Reitir áformar að stækka Kringluna um 20.000 fermetra til vesturs og byggja hluta hennar yfir umferðargötu. Kostnaðurinn nemur tugum milljörðum króna. Við vesturhlutann stendur til að reisa hótel, atvinnuhúsnæði og íbúðir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri Reita, segir í samtali við Morgunblaðið að byggt verði í áföngum.