*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 31. október 2018 09:04

Ætla að tryggja réttindi í Bretlandi

Forsætisráðherrar Íslands og Bretlands segja að sama hvernig Brexit verði, muni landsmenn hvors halda réttindum í landi hins.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG fundaði með Theresu May forsætisráðherra Bretlands sem heimsótti þing Norðurlandaráðs í Osló í Noregi.
epa

Á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands á þingi Norðurlandaráðs í gær var mikið rætt um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 29. mars næstkomandi. Þingið fer fram í Osló í Noregi.

Sagðist Katrín May að Íslendingar fylgist náið með útgöngunni að því er Morgunblaðið greinir frá enda skipti góð samskipti ríkjanna miklu máli, bæði vegna sterkra viðskipta og stjórnmálatengsla þeirra sögulega.

„Það var sérstakt fagnaðarefni að það var skýr vilji hjá May, og mér líka, að óháð því hvaða lausn finnst á Brexit þá verða réttindi borgara okkar ríkja tryggð. Þau verða óbreytt hvort sem það eru Íslendingar búsettir í Bretlandi eða Bretar á Íslandi,“ segir Katrín.

Katrín sagði May ekki hafa gefið hugmyndum um að Bretland kæmi inn í EES samninginn milli EFTA og ESB vel undir fótinn. „[May] talaði meira um að þau væru að stefna að tvíhliða samningum.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim