Tónlistar-, bóka- og kvikmyndamarkaðir hafa tekið miklum breytingum í takt við breyttar neysluvenjur. Amazon hefur verið leiðandi afl í mörgum af þessum framförum, en nýjasta hugmynd fyrirtækisins gæti umbylt hefðbundnum matvöruverslunum og kaupvenjum fólks.

Hugmyndin kallast Amazon Go, en um er að ræða verslanir þar sem enga starfsmenn og búðarkassa er að finna. Fólk einfaldlega labbar inn í verslanirnar með því að skanna símtækin sín við innganginn, velur sér vörur og labbar síðan út.

Tækni Amazon á að skynja það hvaða vörur viðskiptavinur valdi og þannig þurfa neytendur aldrei að bíða við búðarkassa framar. Til þess að skýra fyrirbærið nánar, gaf Amazon út myndband sem má sjá hér að neðan: