Vorið 1985 kom ellefu ára Flateyringur í heimsókn á ritstjórn Morgunblaðsins til að kynna sér blaðamannsstarfið. Unga manninum, Birni Inga Hrafnssyni, leist mjög vel á aðstöðuna og sagðist í samtali við blaðamann ákveðinn í að verða sjálfur blaðamaður. Það átti eftir að rætast og starfaði Björn Ingi um nokkurt skeið sem blaðamaður á Morgunblaðinu áður en hann hvarf til annarra starfa.