Bankastjórn evrópska seðlabankans og ráðamenn í Þýskalandi hafa vísað því á bug í dag að í bígerð sé að setja þak á ávöxtunarkröfu í skuldabréfaútboði evruríkja sem glíma við óviðunandi halla á fjárlögum. Þá segir bankastjórnin ekkert hæft í því að á takteinum sé að grípa til aðgerða svo ríkin geti fjármagnað sig með ódýrum lánum. Á meðal þeirra er að evrópski seðlabankinn kaupa ríkisskuldabréf ríkjanna.

Það var þýska blaðið Der Spiegel sem greindi frá þessum ráðagerðum innan veggja evrópska seðlabankans um helgina.