Bankasýslan skoðaði möguleikann á því að selja sparisjóði sem hún á eignarhluti í til viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Það urðu Bankasýslunni því mikil vonbrigði þegar Samkeppniseftirlitið bannað Landsbankanum að kaupa Sparisjóð Svarfdælinga í fyrra.

Í ársskýrslu Bankasýslunnar segir orðrétt:

„Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins lokuðust  möguleikar Bankasýslunnar á að selja sparisjóði í umsýslu stofnunarinnar til viðskiptabankanna þriggja, hvort sem er með sölu stofnfjárhluta eða sölu rekstrar og eigna, nema að óyggjandi sannanir liggi fyrir, að sparisjóðurinn sé fyrirtæki á fallandi fæti í skilningi samkeppnisréttar.“