Bill Gates sem er helst þekktur fyrir að hafa stofnað hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft sagði á Heimsþingi hagstefnunnar (World Economic Forum) í Davos á dögunum að honum fyndist að Bandaríkin ættu að taka inn fleiri flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum í Mið-Austurlöndum.

Að mati Gates hafa Bandaríkin getu til þess að taka á móti mun fleirum en þjóðin hefur gert hingað til - og að auðvelt ætti að vera fyrir landið að taka inn fólksfjölda á sömu magngráðu og Þýskaland og Svíþjóð hafa verið að gera.

Þó viðurkennir Gates að innflytjendalöggjöf sé ekki einfalt mál, og að ríkisstjórnir væru þegar að kljást við þröngan fjárhag. Þrátt fyrir það finnst honum vandamálið vera fremur pólitískt en efnahagslegt, þar eð þetta sé ekkert heimsmet í fjölda flóttafólks.