Félag atvinnurekenda sætti töluverðri gagnrýni á síðasta þingi fyrir að vilja ekki styðja áfengisfrumvarpið svokallaða, en Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að sú andstaða hafi einfaldlega byggst á því að frumvarpið gekk ekki nógu langt.

„Nú hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu sem bæta það til mikilla muna. Í fyrsta lagi töldum við rangt að afnema ekki auglýsingabann á áfengi samhliða því að gefa smásölu frjálsa. Í öðru lagi var gerður greinarmunur á afgreiðslu á léttu áfengi og sterku, sem hefur verið afnuminn og í þriðja lagi lýsa flutningsmennirnir í greinargerð miklum skilningi á þeim athugasemdum sem við höfðum lagt fram hvað varðar innheimtu áfengisgjalds. Það vantar ennþá ákvæði í frumvarpið hvernig það yrði útfært, en við höfum í samstarfi við skattasvið Deloitte lagt fram tillögur þess efnis.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .