*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 9. ágúst 2018 15:07

Áfengissala hefur dregist saman um 4%

Samkvæmt greiningu sem Íslandsbanki hefur gefið út hefur slæmt tíðarfar ekki haft áhrif á áfengisneyslu landsmanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt greiningu sem Íslandsbanki hefur gefið út hefur slæmt tíðarfar ekki haft áhrif á áfengisneyslu landsmanna. Í henni kemur fram að sölutölur frá ÁTVR í júlí sýna að salan í ár hefur dregist saman um 4% frá sama mánuði í fyrra. Þó hafa sólskinsstundirnar verið um 50% færri nú í júlí frá því á sama tíma í fyrra. 

Sala á áfengi í júlí í fyrra dróst síðan saman um 11% frá sama mánuði árið 2016. Í júlí í fyrra var hitinn 1 gráðu lægri en á árinu 2016 og sólskinsstundirnar 20% færri. Á síðustu tveimur árum hefur því sala í júlí á áfengi hjá ÁTVR dregist verulega saman. Þegar júlímánuður var með skásta móti árið 2016 jókst sala á áfengi  hins vegar um 4% frá fyrra ári. 

Um 9% af allri sölu ÁTVR er rauðvín sem er næstmesta selda varan hjá fyrirtækinu. Sala á rauðvíni í júlímánuði dróst saman um 3,5% frá sama mánuði í fyrra og hafði salan þá einnig dregist saman um tæp 10% frá júlí árinu áður. 

Greininguna í heild sinni má lesa hér