29 milljarða króna afgangur verður af fjárlögum ársins 2019 miðað við nýkynnt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019.

Afgangur af rekstri ríkissjóðs lækkar því um 3 milljarða króna milli ára en gert var ráð fyrir 33 milljarða króna afgangi af rekstri í fjárlögum þessa árs.

Heildartekjur ríkissjóðs árið 2019 munu nema 892 milljörðum króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, skatttekjur 700 milljörðum króna, tryggingargjöld 101 milljarði króna og aðrar tekjur 85 milljörðum.

Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði jákvæður um 1% af landsframleiðslu árið 2019 en til samanburðar er gert ráð fyrir 1,2% afgangi af fjárlögum þessa árs.

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 52 milljarða króna á milli ára en útgjöld 55 milljörðum króna.

Frumvarpið má skoða í heild sinni hér.