*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 24. apríl 2012 14:39

Afgangur hjá Landspítala en útgjöld aukast milli ára

Útgjöld Landspítalans jukust um 1,7 milljarð frá 2010 til 2011, en spítalinn var rekinn innan fjárheimilda.

Ritstjórn
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Afgangur á rekstri Landspítalans nam tæpum 4,8 milljónum króna í fyrra, samanborið við 70,8 milljóna króna afgang árið á undan. Framlag ríkisins til rekstrar nam 34,5 milljörðum króna en var 33,1 milljarður árið 2010. Útgjöld spítalans árið 2011 námu 38,2 milljörðum króna, en voru 36,5 milljarðar árið á undan.

Laun og launatengd gjöld jukust um 1,6 milljarð króna milli ára þrátt fyrir að stöðugildum og starfsfólki hafi fækkað. Nam þessi liður 27,1 milljarði í fyrra en 25,5 milljörðum árið á undan. Meðalfjöldi stöðugilda á spítalanum nam 3.641 árið 2011, en nam 3.648 árið á undan. Fjöldi starfsmanna í upphafi árs 2011 nam 4.590 en nam 4.779 í ársbyrjun 2010.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim