Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráð Seðlabanka Íslands, ávarpaði 56. ársfund Seðlabanka Íslands í gær. Þar fór hún yfir rekstrarreikning Seðlabanka Íslands. Hægt er að lesa ræðu Þórunnar hér.

Að sögn Þórunnar tapaði Seðlabankin tæplega 35 milljörðum á árinu 2016 en árið áður var hagnaður um 5,6 milljarðar króna og árið 2014 var hagnaður 11,2 milljarður króna. „Neikvæð afkoma bankans [...] er einkum af völdum gjaldeyrisforðans og skýrist af neikvæðum gengismun eins og sjá má í reikningum sem hér liggja frammi,“ sagði Þóurnn á ársfundinum. Gjaldeyrisforði bankans stækkaði verulega og nam 815 milljörðum í árslok.

Laun og launatengd gjöld bankans jukust um 9% milli ára, sem einkum má rekja til samningsbundinna hækkana og mikils vinnuálags á árinu. Eignir Seðlabankans námu 876 milljörðum króna í lok ársins en eigið fé lækkaði úr 79 milljörðum í lok árs 2015 í 44 milljarða í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 5% í árslok samanborið við 8,6% í árslok 2015. „Ekki kemur til ráðstöðfunar á hagnaði og bankinn telur ekki tímabært að taka ákvörðum um innköllun eigin fjár,“ tók Þórunn jafnframt fram.