Sjóvá hagnaðist um 709 milljónir íslenskra króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 286 milljónum. Afkoman eftir skatta hefur versnað umtalsvert milli ára.

Afkoman var til að mynda 62% lægri á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur félagsins hafa dregist saman um 5% milli ára. Á öðrum ársfjórðungi 2015 námu tekjurnar 4.273 milljónum, en þær voru 4.064 milljónir á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Afkoma félagsins af vátryggingarstarfsemi nam 123 milljónum króna. Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 335 milljónum króna. Ávöxtun eignasafnsins nam einungis 1,7%.

Ef fjórðungarnir eru bornir saman, hafa fjárfestingartekjur lækkað um 40% milli ára og fjárfestinartekjur af vátryggingarskuldum um 17%.

Ávöxtun skráðra verðbréfa hefur verið slök en jákvæð gengisbreyting óskráðra hlutabréfa nam 242 milljónum króna. Jákvæð gengisbreyting fasteignafélaga og sjóða nam aftur á móti 285 milljónum króna.