Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hagnaðist sparisjóðurinn um 34 milljónir króna árið 2015, samanborið við 8 milljónir árið áður.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir sjóðsins 6.390 milljónum króna og er bókfært eigið fé í lok árs 467 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins var 13,2% í lok seinasta árs. Á sama tíma voru stofnfjáraðilar 250 og nam stofnfé sjóðsins 67 milljónum króna. Engin stofnfjáreigandi átti yfir 5% eignarhlut.

Stjórn sjóðsins hefur jafnframt lagt til að nafnverð stofnfjár verði hækkað um 2% til samræmis við verðlagshækkanir.