*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 28. apríl 2017 13:29

Afkoma Vopnafjarðarhrepps jákvæð um 96 milljónir

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 97 milljónir króna. Árið áður var rekstrarniðurstaðan 44,3 milljón króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 97 milljónir króna. Árið áður var rekstrarniðurstaðan 44,3 milljón króna. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu ríflega milljarði og rekstrargjöld 853,1 milljón króna. Rekstrarniðurstaða án afskrifta, fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 116,5 milljónir. 

Eignir A- og B hluta samstæðu Vopnafjarðarhrepps voru metnar á 1,3 milljarða samanborið við 1,24 milljarða árið áður. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 929,8 milljónum króna samanborið við 808,4 milljónir árið áður. Skuldir og skuldbindingar í árslok 2016 námu 539,2 milljónir króna. 

Skuldaviðmið A og B hluta Vopnafjarðarhrepps nam 59,9% í árslok 2016 en þetta hlutfall var 62,5% í árslok 2015. Þessi hlutföll skulu ekki vera hærri en 150% samkvæmt sveitastjórnarlögum.