*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 18. ágúst 2015 13:07

Afkoma Walmart undir væntingum

Verslunarkeðjan Walmart hagnaðist um 3,5 milljarða dali á síðasta ársfjórðungi.

Ritstjórn

Bandaríski verslunarrisinn Walmart hagnaðist um 3,5 milljarða dali á síðasta ársfjórðungi. Fjárhæðin jafngildir 450 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal greinir frá uppgjöri fyrirtækisins.

Afkoman var nokkuð undir væntingum markaðsaðila og dróst hagnaðurinn saman um 15% milli ára, en á sama tíma í fyrra nam hann 4,1 milljarði dala.

Sölutekjur stóðu í stað á milli ára og námu 119 milljörðum dala á tímabilinu. Hins vegar drógust tekjur á öðrum sviðum saman auk þess sem rekstrarkostnaður jókst milli ára.

Samhliða uppgjörinu uppfærði Walmart afkomuspá sína fyrir árið, þar sem gert er ráð fyrir minni hagnaði en áður.

Gengi hlutabréfa í Walmart lækkaði um 2,9% við tíðindin. Í heild hefur gengi bréfanna fallið um 16% það sem af er árinu.

Stikkorð: Walmart Wal-Mart
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim