Það er engan veginn auðvelt verk að bera saman afkomu stóru viðskiptabankanna þriggja milli ára eða innbyrðis enda hafa orðið umtalsverðar eða miklar breytingar á efnahag þeirra og á það við um alla bankana. Byr sameinaðist Íslandsbanka í fyrra en rekstrartekjur vegna Byrs eru eingöngu færðar vegna síðasta mánaðar ársins en efnahagur Íslandsbanka miðast við sameinaða banka í lok árs. Arion banki yfirtók íbúðalánasafn þrotabús Kaupþings á árinu upp á 120 milljarða og Landsbankinn tók yfir Sparisjóð Keflavíkur þannig að allt er þetta til þess fallið að gera samanburð milli ára afar erfiðan. Þegar rýnt er undir yfirborðið kemur þó á daginn að afkoma bæði Íslandsbanka og Arion banka er sýnu betri en Landsbankans.

Ýtarlega er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan .