Zimsen-systkinin eru einkar auðug fjölskylda. Þau eru afkomendur Christian Zimsen sem stofnaði Laugarnesapótek og sat í stjórn lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. Í þeirri stjórn sat reyndar einnig Werner Rasmunsson faðir hinna víðfrægu Wernerstystkina.

Zimsen-systkinin eru hins vegar ekki mjög þekkt en samanlagt eiga þau Kristinn, Nils, Else og Jón rúmlega sjö milljarða króna samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins. Miðað er við greiðslu þeirra á auðlegðarskatti samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra.

Nánar er fjallað um auðugar fjölskyldur í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.