Heildarveiði íslenskra skipa var um 40% meiri í júní 2014 en í sama mánuði árið 2013, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli var almennt nokkuð meiri en í júní í fyrra og kolmunni veiddist einnig mun betur. Þegar borin eru saman 12 mánaða tímabil á milli ára kemur í ljós nokkur minnkun í bæði botnfisk- og uppsjávarafla á milli ára. Magnvísitala á föstu verðlagi á 12 mánaða tímabilinu hefur minnkað um 3,4% miðað við árið áður.

Magnvísitala á föstu verðlagi jókst hins vegar um 11,2% ef júní 2013 er borinn saman við júní 2014.