Eigendur mikilla fjárhæða í aflandskrónum hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun vegna aðgerða stjórnvalda varðandi afléttingu hafta. Er þar átt við lagasetningar Alþingis, reglugerða og gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands. Jafnframt er til skoðunar að láta reyna á lögmæti aðgerðanna fyrir íslenskum dómstólum.

Er meðal aflandskrónueigenda það sjónarmið að ekki verði komið auga á þau neyðarréttarsjónarmið sem grundvölluðu til dæmis mat Hæstaréttar á réttmæti neyðarlagasetningarinnar 2008. Meðal annars vegna gerbreyttrar stöðu efnahagsmála frá þeim tíma. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í dag.