Samkvæmt nýjustu úttekt Hagstofu íslands, nam aflaverðmæti íslenska skipa rúmum 11,1 milljörðum króna í apríl. Um er að ræða 7,3% aukningu miðað við apríl í fyrra. Hækkunin skýrist af auknu verðmæti þorsk- og ýsuafla og kolmunna.

Verðmæti botnfiskafla nam 8,3 milljörðum í apríl sem er 143 milljónum króna minna en í apríl 2015. Heildarverðmæti uppsjávarafla í mánuðinum jókst um 678 milljónir króna sem er 70% aukning.

Samanlagt var aflaverðmæti um 144 milljarðar króna í apríl sem er 3,7% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 4,2% og flatfiskafla um 53,9% á meðan verðmæti uppsjávarafla hefur dregist saman um 32,4%.