Aflaverðmæti íslenskra skipa í febrúar var 5,8 milljarðar króna sem er 53,6 prósentustiga minna en í febrúar 2016. Mikill samdráttur í aflaverðmæti skýrist af verkfalli sjómanna sem aflýst var 19. febrúar. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Þegar litið er til tólf mánaða tímabils eða frá mars 2016 til febrúar 2017 nam aflaverðmæti íslenskra skipa rúmum 118 milljörðum króna sem er 19,4 prósentustiga samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.