Verðmæti afla upp úr sjó nam 10,7 milljörðum í júní sem er um 18,9% aukning samanborið við júní 2014. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni sem birtar voru í dag.

Verðmæti botnfiskafla nam tæpum 8 milljörðum og er það aukning um rúm 19% frá fyrra ári. Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 1,3 milljörðum og jókst um tæpar 500 milljónir milli ára.

Afkaverðmæi uppsjávartegunda nam um það bil milljarði en það en það dregst saman um 0,6% milli ára. Verðmæti skel- og krabbadýraafla nam 436 milljónum í júní en það er 13% minna en á fyrra ári.

Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2014 til júní 2015, jókst aflaverðmæti um 7,9% frá sama tímabili ári fyrr, þar af jókst aflaverðmæti uppsjávarafla um tæp 22% og botnfisks um tæp 5%.