Nú liggur fyrir aflaverðmæti íslenska flotans á síðasta fiskveiðiári, en það nam 137,5 milljörðum króna. Það er 10,6% samdráttur frá fyrra fiskveiðiári. Munar þar mest um samdrátt í aflaverðmæti uppsjávartegunda.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisktegunda minnkaði um 1,9% og nam 99 milljörðum króna en aflaverðmæti uppsjávartegunda dróst saman um 37%, fór úr 39 milljörðum í 25 milljarða. Síldin fór úr 9,4 milljörðum í 5,7 milljarða (-39%), loðnan úr 12,7 milljörðum í 5 milljarða (-61%) og makríll úr 11,7 milljörðum í 8,7 milljarða (-26%). Kolmunni fiskaðist fyrir 5,5 milljarða sem var lítilsháttar aukning frá fyrra fiskveiðiári.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar . Sjá einnig frétt Fiskifrétta .