Fiskafli íslenskra skipa í október var 113.656 tonn sem er á pari við aflamagn í október 2017. Botnfiskafli var 46 þúsund tonn eða 8% meiri en í október 2017. Af botnfisktegunum nam þorskaflinn 26,8 þúsund tonnum og 7,3 þúsund tonn veiddust af ufsa sem er ríflega tvöfalt meiri afli en í október 2017. Uppsjávarafli, sem var að megninu til síld, nam rúmum 64 þúsund tonnum sem er 6% minni afli en í október 2017.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands .

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2017 til október 2018 var tæp 1.253 þúsund tonn sem er 7% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í október metið á föstu verðlagi var 10,5% meira en í október 2017.