Fiskafli íslenskra skipa í febrúar var 85.678 tonn sem er 4% minna en heildaraflinn í febrúar 2016, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Frá þessu greina Fiskifréttir .

Botnfiskafli var 58 prósent minni en í febrúar 2016 eða 14,5 þúsund tonn og gætir þar enn áhrifa af sjómannaverkfallinu. Uppsjávarafli jókst um 65%, var 65 þúsund tonn, samanborið við 40 þúsund tonn í febrúarmánuði 2016 og samanstóð aflinn eingöngu af loðnu.

Á 12 mánaða tímabili frá mars 2016 til febrúar 2017 hefur heildarafli dregist saman um 165 þúsund tonn eða 14% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.