Samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands varð botnfiskaflinn í september rúm 35 þúsund tonn eða 7% meiri en í september 2017. Þorskaflinn varð tæpt 21 þúsund tonn sem er 3% minna en í sama mánuði í fyrra.

Uppsjávaraflinn varð svo rúm 69 þúsund tonn og dróst saman um 23%. Af uppsjávartegundum veiddist mest af makríl eða rúm 54 þúsund tonn.

Þá varð heildarafli á 12 mánaða tímabili frá október 2017 til september 2018 rúmlega 1.253 þúsund tonn en það er 11% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Frekari tölur um veiðarnar í september og samanburði við fyrra ár má sjá vef Hagstofunnar .