*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 21. mars 2017 12:39

Afnám hafta löngu tímabær aðgerð

Að mati Capacent ætti afnám hafta að styrkja gengi krónunnar til lengri tíma.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Miklar sviptingar voru á gjaldeyris- og skuldabréfamarkaði í síðustu viku. Gengi íslensku krónunnar var 1,5% veikara en við skráningu á föstudaginn þann 17. mar en við skráningu í lok vikunnar á undan. Gengi óverðtryggðra bréfa lækkaði örlítið í vikunni eða um 0,09% að meðaltali. Gengi verðtryggðra íbúðabréfa styrkist lítillega eða um 0,34%. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í skuldabréfayfirliti Capacent.

Í yfirlitinu er einnig farið yfir áhrif afnáms hafta: „Reykur fyllir loftið, glimmer sest á svitaperlan ennið, ljósavélin, eftirvænting og taugaveiklun fyllir salinn. Skrækir frá miðaldra hagfræðingur og fjölmiðlamönnum magna upp stemminguna. Allir bíða í ofvæni. Að endingu gerist voðalega fátt. Afnám gjaldeyrishafta var í raun löngu tímabær aðgerð,“ segir þar.

Að mati Capacent ætti aðgerðin að styrkja gengi krónunnar til lengri tíma. Vísað er til þess að skuldastaða ríkisins sé góð og að mikill viðskiptaafgangur og kröftugur hagvöxtur ýta öll undir frekari styrkingu krónunnar og hækkun lánhæfismat. Einnig er tekið fram að það séu margir sem vilja stemma stigu við þróuninni: „Slíkar aðgerðir verða þó að vera vel ígrundaðar.“