Afnám Schengen-sáttmálans svokallaða myndi kosta aðildarríki samkomulagsins um það vil 110 milljarða evra, eða 15.400 milljarða íslenskra króna á tíu ára tímabili.

Skýrsla sem unnin var á vegum France Strategie, ráðgefandi stofnun sem starfar fyrir embætti franska forsetann, en í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að yfir 10 ára tímabil myndi afnám samkomulagsins kosta aðildarríkin um það bil 0,8% samanlagðrar vergrar landsframleiðslu þeirra.

Þetta eru engir smápeningar. Helst stafar lækkunin af því að túrismi myndi bíða talsvert högg undir afnáminu, þar sem margir ferðamenn kjósa að ferðast milli landanna vegna þæginda Schengen-sáttmálans. Einnig telst til mikils kostnaðar að flutningur vinnuafls milli landamæra myndi nú þurfa að þola aukna pappírsvinnu og eftirlit.

Schengen-sáttmálinn er samkomulag 26 aðildarríkja sem gerir íbúum þessara ríkja kleift að ferðast á milli hvors annars án þess að gangast undir vegabréfaeftirlit. Í kjölfar mikils flóttamannastraums frá Mið-Austurlöndum, þar sem borgarastyrjaldir og hryðjuverkasamtök hrjá íbúa, hafa sex aðildarríki Schengen tekið upp tímabundið vegabréfaeftirlit.