*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 22. september 2015 10:32

Áform um hörpuhótel óbreytt

Viðskiptabann hefur ekki áhrif á uppbyggingu lúxushótels við Hörpu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestar tengdir bandaríska fasteignafélaginu Carpenter & Co. hafa í kjölfar frétta um hið gagnstæða ítrekað áhuga sinn á því að koma að byggingu lúxushótels við Hörpu.

Þeir segja að þeim hafi verið vel tekið á Íslandi hvort sem það sé á meðal almennings eða innan borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project segist láta öðrum eftir „pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki. Áform okkar eru óbreytt.“