*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 22. september 2015 10:32

Áform um hörpuhótel óbreytt

Viðskiptabann hefur ekki áhrif á uppbyggingu lúxushótels við Hörpu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestar tengdir bandaríska fasteignafélaginu Carpenter & Co. hafa í kjölfar frétta um hið gagnstæða ítrekað áhuga sinn á því að koma að byggingu lúxushótels við Hörpu.

Þeir segja að þeim hafi verið vel tekið á Íslandi hvort sem það sé á meðal almennings eða innan borgarstjórnar Reykjavíkur. 

Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project segist láta öðrum eftir „pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki. Áform okkar eru óbreytt.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim