*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 18. september 2012 12:14

Áfram tapar Heimur

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims, segir að félagið glími enn við afleiðingar bankahrunsins.

Guðni Rúnar Gíslason
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims.
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Þetta eru bara þessir venjulegu erfiðleikar, þetta er það sama eins og hjá öðrum útgefendum. Á milli 2008 og 2009 var á milli 20% og 30% tekjusamdráttur,“ segir Benedikt Jóhannesson um fjárhagsstöðu útgáfufélagsins Heims. Hann segir útgáfuna ekki hafa náð sér alveg á strik eftir bankahrunið árið 2008 og að tekið hafi lengri tíma að vinna félagið upp úr samdrættinum en vonir stóðu til.

Útgáfufélagið Heimur hf., sem gefur meðal annars út Frjálsa Verslun, Tekjublað Frjálsrar Verslunar, Vísbendingu og Iceland Review, skilaði 18,5 milljóna króna tapi á árinu 2011 af rekstri félagsins. Þetta er aukning um 3,6 milljónir króna frá árinu 2010 þegar félagið skilaði 14,9 milljóna króna tapi. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var tap félagsins um 21,7 milljónir króna á árinu 2011.

Í lok árs 2011 var eigið fé félagsins neikvætt um rúmar 23 milljónir króna. Ójafnað tap félagsins vegna reksturs undangenginna ára nemur um 96 milljónum króna. Fram kemur í skýringum við ársreikninginn að það sé mat stjórnenda að miðað við fyrirhugaðar ráðstafanir í rekstri þess á árinu 2012 sé það rekstrarhæft. Því til stuðnings er bent á yfirlýsingu frá stjórn móðurfélagsins, þ.e. Talnakönnunar, að það muni ekki ganga að félaginu vegna skuldar þess við móðurfélagið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim