Simon Pauck Hansen, forstöðumaður hjá SAS segir það standi ekki til að slíta samstarfi við Icelandair þrátt fyrir að félögin hafi aukið samkeppni sín á milli. Guðjón Arngrímsson talsmaður Icelandair, hefur einnig sagt að breytingar séu ekki á dagskrá „við erum í góðu samstarfi við SAS og gerum ráð fyrir að það muni halda áfram,” segir Guðjón í samtali við Túrista.is .

SAS og Icelandair hafa í áratugi átt í nánu samstarfi um ferðir milli Norðurlandanna. Nýverið tilkynnti SAS að frá og með mars næstkomandi muni félagið fljúga beint til Íslands frá Kaupmannahöfn, SAS hefur einnig tilkynnt að það ætli að hefja áætlunarflug til Boston, en Icelandair hefur flogið þangað til fjölda ára. Eins og áður segir, ætla félögin ekki að slíta löngu samstarfi þrátt fyrir aukna samkeppni.