*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 21. nóvember 2016 10:27

Afurðarstöðvar mótmæla harðlega

Stjórn Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði segir farið á svig við vilja Alþingis við endurskoðun búvörusamninganna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök afurðarstöðva í mjólkuriðnaði mótmæla því harðlega að enginn fulltrúi afurðarstöðva sé tilnefndur í samráðshóp atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um endurskoðun á nýjum búvörusamningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag skipan í samráðshóp um endurskoðun á nýjum búvörusamningum," segir í tilkynningunni.

„Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði telur að með skipan hópsins sé farið á svig við vilja Alþingis, sem  samþykkti að tryggja skyldi aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðun búvörusamninga.

Samkvæmt  tilkynningu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um skipan samráðshópsins eiga allir hópar, sem Alþingi taldi að koma ættu að endurskoðuninni, fulltrúa í samráðshópnum, aðrir en afurðastöðvar.

Stjórn SAM undrast einnig að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óski fyrst eftir tilnefningu fulltrúa í samráðshópinn en ákveði síðar að enginn fulltrúi afurðastöðva skuli sitja í hópnum, þrátt fyrir að tilnefning hafi borist.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim