*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 26. júní 2017 16:28

AGS: Bakslag í ferðaþjónustu ólíklegt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í skýrslu sem að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt kemur fram að sjóðurinn sé bjartsýnn um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Í samantekt Samtaka atvinnulífsins á skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir það lof sem Ísland fær fyrir þennan uppbygingarfasa sem íslensk ferðaþjónusta er í, eru blikur á lofti. 

„Það hefur að sjálfsögðu áhrif á ferðamenn þegar verðlag í þeirra gjaldmiðli hækkar eins skarpt og verið hefur hér á landi að undanförnu. Ferðamenn dvelja hér í styttri tíma og eyða minna og það hefur áhrif einkum á ferðaþjónustufyrirtæki sem búa fjær suðvesturhorninu. Að því sögðu er AGS þó ekki ýkja svartsýnn um framtíð greinarinnar og telur sjóðurinn mjög hæpið þegar litið er til reynslu annarra þjóða, að íslensks ferðaþjónusta verði fyrir miklu höggi. 

Benda rannsóknir sjóðsins til þess að þær þjóðir sem hafa upplifað vöxt í útfluttri ferðaþjónustu fyrir meira en 4% af landsframleiðslu yfir 10 ára tímabil þá sé afar sjaldgæft að vöxturinn gangi tilbaka. Til að setja það í samhengi þá hefur vöxturinn hér heima verið 7% af landsframleiðslu á aðeins þremur árum. Í þeim tilvikum sem fækkun hefur orðið þá benda rannsóknir AGS til þess að þau tengjist iðulega pólitískum óróleika, grotnandi innviðum, yfirtroðnum ferðamannastöðum eða versnandi samkeppnishæfni. Þó pólitískur óróleiki sé lítill á Íslandi þá er vert að vera vakandi yfir hinum orsakavöldum í þessari upptalningu,“ segir meðal annars í samantekt SA. 

Stikkorð: AGS SA samantekt ferðaþjónusta
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim