Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur um áratugaskeið verið eins og páfastóll peningamála í heiminum, nánast óskeikull í þeim efnum. Það má heita trúaratriði, eins og Steingrímur J. Sigfússon gæti staðið upp og vitnað um á vakningarsamkomu!

Síðastliðinn fimmtudag kom hins vegar út svört skýrsla frá innri eftirlitsskrifstofu sjóðsins (Independent Evaluation Office) um hvernig AGS hefði tekist á við evrukreppuna. Hún er samfelldur, hrikalegur áfellisdómur og óhugsandi að stjórnsýslu sjóðsins verði ekki breytt verulega í framhaldinu. Staða forstjórans Christine Lagarde er alls ekki trygg, þó að vandinn nái langt aftur fyrir hennar tíð hjá AGS. Trúverðugleiki AGS er verulega og varanlega laskaður, bæði hvað varðar hagfræðilega hæfni, almenna stjórnsýslu, bankalega varfærni og sjálfstæði sjóðsins.

Gríski harmleikurinn

En hvað var það sem AGS gerði svona rangt? Í málefnum evrukreppunnar kom á daginn að æðstu stjórnendur AGS afvegaleiddu sjóðsstjórnina, gerðu hrapallegar skyssur varðandi Grikkland, gerðust klappstýrur evruverkefnisins, leiddu hjá sér fjölmargar vísbendingar um yfirvofandi kreppu og virtust slegnir fræðilegri blindu á grundvallaratriði gjaldmiðla.

Í skýrslunni er ekki töluð nein tæpitunga og sjálfsagt fá ef nokkur dæmi um að yfirstjórn al­þjóðastofnunar af þessu tagi sé úthúðað svona. Sjóðsstjórnin er vitaskuld ekki kát vegna þessa, en sérstaklega á það við um fulltrúa frá ríkjum Asíu og Rómönsku-Ameríku. Þeir eru æfir yfir því hvernig sjóð­ urinn hafi beinlínis verið misnotaður af innanbúðarmönnum í Evrópusambandinu til þess að bjarga myntsamstarfi sínu og bankakerfi á annarra kostnað.

Björgunaraðgerðirnar gagnvart Grikklandi, Portúgal og Írlandi voru fordæmalausar í eðli sínu og umfangi, en ríkin þrjú fengu að taka lán hjá sjóðnum, sem námu liðlega 2.000% af kvóta þeirra, sem er meira en þrefalt hámark, samkvæmt reglum AGS og reyndust um 80% allra útlána sjóðsins árin 2011-2014. Í þokkabót segir eftirlitsskrifstofan að hún hafi ekki getað aflað allra nauðsynlegra gagna við rannsóknina, sumir stjórnendur hefðu þumbast við.

Evruvillan

Í skýrslunni er sérstaklega vikið að blindu AGS gagnvart evrunni. Afstaðan hafi einkennst af hjarð­ hugsun og fræðilegri gíslingu, en engar varúðarráðstafanir gerðar til þess að bregðast við kerfislægum vanda á evrusvæðinu, af því að AGS hafi útilokað hann. Þegar fyrir útgáfu evrunnar hafi þeirrar hneigðar gætt hjá AGS, að leggja aðeins áherslu á kosti sameiginlegs gjaldmiðils, en viðvörunum um galla hans vísað á bug af evrópskum stjórnendum sjóðsins. AGS hafi snúist á sveif með hinum pólitísku fyrir­ ætlunum stofnun evrunnar

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.