Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur nú lækkað hagvaxtarspá sína fyrir komandi ár. Áður var spáð hagvexti upp á 3,6% en ný spá gerir ráð fyrir 3,4% hagvexti.

Ástæðan fyrir lagfæringu spánnar er meðal annars viðvarandi lægð á verslunarvörumarkaðnum auk þess sem olíuverð heldur áfram að sökkva sífellt lægra.

Þá eru pólitískar aðstæður í Brasilíu verulega heftandi fyrir efnahag þjóðarinnar, og einnig dregur styrking Bandaríkjadalsins úr hagvaxtarvonum Bandaríkjanna.

Þá hefur sjóðurinn, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Washington D.C., einnig lækkað hagvaxtarspár sína fyrir árið 2017, eða úr 3,8% í 3,6%.