Egypsk yfirvöld hafa nú þurft að ráðast í umtalsvert aðlögunarferli til þess að geta tekið við 12 milljarða dala láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem ætlað er til þriggja ára.

Liður í þessari aðlögun er að setja egypska pundið á flot, en ríkið mun einnig þurfa að hætta við að aðstoða þegna í orkumálum. Egypsk heimili sem áður hafa fengið niðurgreitt rafmagn, finna nú fyrir hærri kostnaði. Sykur hefur einnig hækkað um 40%, sem kemur sér afar illa fyrir stóran hluta þjóðarinnar.

Þar sem flot egypska pundsins felldi gjaldmiðilinn um helming, hafa innflutningsvörur einnig hækkað gríðarlega í verði. Þetta kemur sér afar illa fyrir neytendur, sem eru nú þegar bágt staddir.