Hagvaxtarspár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið uppfærðar. Frá þeirri síðustu hafa spárnar lækkað. Það er vegna lágs hráolíuverðs og þeirrar staðreyndar að hagvöxtur í Kína hefur hægt talsvert á sér á síðustu misserum.

Nú gerir sjóðurinn ráð fyrir 3,2% hagvexti, en í fyrri spám var áætlað að hann yrði 3,4%. Því hafa spár AGS lækkað um 0,2 prósentustig milli kynninga.

Aðalhagfræðingur AGS, Maurice Obstfield, sagði í tilkynningu að „minni hagvöxtur þýddi að því minna pláss væri til mistaka,” en hann segir lítinn hagvöxt yfir langan tíma hafa slæleg áhrif á heimshagkerfið.