Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur gefið út skýrslu um stöðu efnahagsmála á Íslandi . Þar er því meðal annars tekið sterkri stöðu íslensks efnahagslífs fagnandi. Bent er á að hér sé mikill hagvöxtur, lítil verðbólga, aukinn gjaldeyrisforði, og lægri skuldir ríkisins.

Hins vegar bendir framkvæmdastjórn sjóðsins á að það þurfi að sína varkárni varðandi auknar lánveitingar, hærra fasteignaverðs og miklum launahækkunum. AGS bendir á að hagvöxtur á Íslandi sé að stærstu leyti vegna aukinna umsvifa ferðaþjónustu á Íslandi. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur á þessu ári verði 6% á þessu ári en lækki svo niður í 2,5% til miðallangs tíma. Verðbólga á Íslandi mældist 1,7% í maí.

Forsvarsmenn AGS benda enn fremur á að aukið eftirlit með fjármálageiranum sé gífurlega mikilvægt og að það sé mikilvægt að fara varlega með stýringu á fjármagni inn í landið. Bent er á að nauðsynlegt sé að ráðast í breytingar á formgerðinni í kringum ferðaþjónustu á Íslandi til að