Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðurinn hefur áveðið að taka kínverska júanið inn í myntkörfu gjaldeyrisvaraforða sjóðsins.

Fyrir eru í körfunni helstu gjaldmiðlar heims, Bandaríkjadalur, japanska jenið, evran og breska pundið en kínverska júanið verður fimmti gjaldmiðillinn í körfunni. Hingað til hefur verið talið að stjórnvöld í Kína hafi haldið of fast um taumana í stjórn peningamála í Kína til að hægt væri að taka gjaldmiðilinn í myntkörfu AGS.

Christ­ine Lag­ar­de, for­stjóra AGS segir í tilkynningu á heimasíðu AGS að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir kínverskt efnahagslíf og sýni hversu mikilvægur efnahagur Kína er fyrir efnahag heimsins. Þetta sé einnig viðurkenning á þeim umbótum sem stjórnvöld í Kína hafa gert á efnahags- og fjármálakerfinu í Kína á síðustu árum.