Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

AGS vildi fá Steingrím til Grikklands í hálft ár

20. maí 2012 kl. 13:44

Steingrími J. Sigfússyni var boðið að taka við sem fjármálastjóri Grikklands í hálft ár, en hafnaði boðinu.

Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, var boðið að gerast sérstakur fjármálastjóri á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi í hálft ár, en hafnaði boðinu. Steingrímur segist hafa verið beðinn um þetta þegar hann sótti fund hjá sjóðnum í Washington, en hann greindi frá þessu í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu fyrr í dag.

Steingrímur sagðist hafa verið á göngunum eftir fund hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum í Washington þegar hann hafi verið spurður hvort hann væri til í að „taka við" Grikklandi í sex mánuði.Allt
Innlent
Erlent
Fólk