Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir hafa gengið til liðs við Zenter ehf. sem mannauðsráðgjafar og markþjálfar. Samkvæmt fréttatilkynningu er Zenter að auka þjónustuframboð sitt í mannauðstengdum verkefnum, en Ágústa og Ragnhildur eru liður í þeirri aukningu.

Ragnhildur og Ágústa hafa báðar áður starfað í málaflokkum tengdum mannauðs- og fræðslumálum. Þær eru báðar ACC vottaðir markþjálfar.

Ágústa hefur unnið í ferðageiranum við mannauðsmál í um 10 ár m.a. hjá flugfélögunum Primera Air og WOW air og sem ráðgjafi hjá Carpe Diem.

Ragnhildur hefur unnið á flestum sviðum mannauðsmála. Hún var jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi og vann sem starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun í 14 ár.

Zenter er þekkingar- samskipta- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði markaðsrannsókna auk ráðgjafar í stjórnun markaðs-, mannauðs-, sölu- og þjónustumála.